Sólarhringssund hjá Óðinskrökkum

Áheitasundið stendur nú sem hæst.   Myndir Aðsendar
Áheitasundið stendur nú sem hæst. Myndir Aðsendar

Hið árlega sólarhringssund iðkenda í Óðni stendur nú sem hæst.  Einn sundamaður syndir í einu og er þetta því nokkurs konar boðsund.  Sá fyrsti stakk sér til sunds í gær  kl 15 og svona hefur það verið koll af kolli.  Kl 10 í morgun höfðu krakkarnir synt tæpa 87 km sem verður að teljast ansi vel gert af þeim. 

Markmiðið er að synda 100 km á 24 klst  og ljóst að það er innan seilingar, en til gamans má geta þess að í fyrra syntu krakkarnir 113 km á 24 klst. 

 

Sundinu líkur kl 15 í dag  og er fólk velkomið til að fylgjast með og hvetja þessa dugnaðarforka

Sundið er svokallað áheitasund og fer innkoman i ferðasjóð félagsins.  Hægt er að styðja við bakið á þessum vösku krökkum með þvi að leggja inn á reikning 565-14-309 kt. 560119-2590 eða senda tölvupóst til fjaröflun@odinn.is

 

Nýjast