Slysum fækkað með tilkomu Vaðlaheiðarganga

Mynd/ Vaðlaheiðargöng
Mynd/ Vaðlaheiðargöng
mth@vikubladid.is

Umferðarslysum hefur fækkað mikið á veginum um Svalbarðsströnd og yfir Víkurskarð eftir að Vaðlaheiðargöng voru tekin í notkun. Samgöngustofa hefur uppfært slysakort þar sem hægt er að sjá upplýsingar um umferðarslys á Íslandi frá 1. janúar 2007 til ársloka 2021.

Umferðaröryggi hefur aukist stórlega og þá ekki síst fyrir þá sem velja að aka áfram Víkurskarðið. Skráð umferðarslys eru einungis tvo frá því göngin opnuðu, þ.e. á tímabilinu frá ársbyrjun 2019 til loka árs 2021. Á þremur árum þar á undan, frá ársbyrjun 2015 til loka árs 2018, þ.e. fyrir tilkomu ganganna voru skráð slys á þessum vegkafla alls 26.

Frá upphafi skráninga árið 2007 voru skráð 37 slys með litlum meiðslum og 7 alvarlega slys. Engin slys með meiðslum hafa verið skráð í Vaðlaheiðargöngum.

 

Nýjast