Slá tóninn fyrir Litlu Hryllingsbúðina - Myndband

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.

Leikfélag Akureyrar hefur frumsýnt nýtt tónlistarmyndband við lagið Snögglega Baldur úr söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem fer á fjalir Leikfélags Akureyrar í október.

Lagið er eitt af þekktari lögum þessa vinsæla söngleiks og eru það Kristinn Óli (Króli) sem leikur blómasalann Baldur og Birta Sólveig Söring sem leikur blómarósina Auði.

Önnur aðalhlutverk eru í höndum Ólafíar Hrannar Jónsdóttur og Arnþórs Þórsteinssonar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson

Myndbandið er skemmtilegt og líflegt og gefur tóninn fyrir viðburðaríku sýningartímabili  hjá Menningarfélagi Akureyrar. 

Nýjast