Skipuleggja mótmæli á Ráhústorgi
Á morgun, laugardaginn 23. apríl verður blásið til mótmæla á Ráðhústorginu á Akureyri. „Við ætlum við að mótmæla þeirri gengdarlegu spillingu og sjálftöku sem birtist grímulaus í sölu Íslandsbanka og sannaði enn einu sinni að sumum flokkum er alls ekki treystandi fyrir fjármunum okkar allra. Að enn einu sinni sé unnið að því hörðum höndum að moka almannafé á hendur fárra útvaldra á kostnað almennings og ýta enn frekar undir ójöfnuð og óréttlátt samfélag,“ segir Hrafndís Bára Einarsdóttir einn af skipuleggjendum mótmælanna og bætti við að hún hvatti sem flesta til að fjölmenna á mótmælin.
„Við hvetjum alla Akureyringa, nærsveitunga og gesti til að mæta og sýna það í verki að við látum ekki fífla okkur og misbjóða án þess að í okkur heyrist. Mótmælin hefjast klukkan 14 á Ráðhústorginu. Mætið með réttlætiskenndina að vopni,“ segir hún.