Skiptinemar með fatamarkað

Alena Jelinko, Pauline Poitoux og Daniel Grygorachyk á fatamarkaði í anddyri Borga.   Mynd MÞÞ
Alena Jelinko, Pauline Poitoux og Daniel Grygorachyk á fatamarkaði í anddyri Borga. Mynd MÞÞ

Skiptinemar við Háskólann á Akureyri standa nú fyrir fatamarkaði, en um er að ræða samstarfsverkefni milli skiptinemanna, Rauða krossins í Eyjafirði og umhverfisnefndar Háskólans á Akureyri.

Markaðurinn er staðsettur í anddyri Borga og var opinn fyrri í dag, en einnig verður opið á morgun, föstudaginn 25. október frá kl. 9 til 12. Allur ágóði af sölunni rennur til Rauða krossins. Skiptinemarnir höfðu frumkvæði að því að halda fatamarkaðinn og ekki annað að sá en gestir og gangandi tækju vel í þessa nýbreytni sem er í boði í anddyrinu. 

Það lífgar svo sannarlega upp á að geta litið yfir úrvalið og hvort eitthvað finnist á fataslánni sem hentar

Þrír skiptinemar, Daniel Grygorachyk frá Kanada, Alena Jelinko, frá Tékklandi og Pauline Poitoux, frá Frakklandi eru  fremst í flokki, Daniel átti hugmyndina og fékk stelpurnar til liðs við sig sem var auðsótt mál.

Hægt er að gera góð kaup á markaði þessum

Nýjast