Sigurður er menntaður fjölmiðlafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og með meistaragráðu í fjölmiðlafræði með áherslu á útvarp frá Háskólanum í Sunderland á Englandi. Hann hefur unnið hjá Árvakri síðan 2017 og fyrir utan störfin í útvarpinu hefur hann meðal annars skrifað fréttir tengdar tónlist og afþreyingu og stýrt vinsælum bingóþáttum á mbl.is.
Í samtali við Rás 2 segir Sigurður, eða Siggi Gunnars eins og landsmenn þekkja hann, að almannaútvarp hafi verið sér verið hugleikið lengi.
„Bæði B.A. ritgerðin mín og M.A. verkefnið mitt fjölluðu einmitt um hlutverk almannaútvarps og í meistaranáminu í Bretlandi lagði ég sérstaka áherslu á að kynna mér vel útvarpshluta BBC.“
Hann segir um leið að það sé „sannkallað draumastarf að koma að rekstri vinsælustu útvarpsstöðvar landsins, vinna með íslensku tónlistarfólki og fá tækifæri til að kynna helstu strauma og stefnur í tónlist.“