SBA-Norðurleið og KA með samning um yngstu iðkendur

Gunnar M. Guðmundsson framkvæmdastjóri SBA - Norðurleiðar og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA und…
Gunnar M. Guðmundsson framkvæmdastjóri SBA - Norðurleiðar og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA undirrituðu samninginn Mynd ka.is

SBA - Norðurleið hefur gert samkomulag við yngri flokka starf KA um samstarf sem miðar að því að efla þátttöku barna og unglinga í íþróttum.

„Samstarfið er spennandi skref sem mun skapa enn betri skilyrði fyrir iðkendur yngri flokka KA og mun styðja við framtíð þeirra í íþróttum. Okkur er umhugað um öryggi iðkenda okkar og SBA - Norðurleið er gríðarlega traust félag sem hefur ávallt öryggi farþega sinna í fyrsta sæti og því vildum koma á samstarfi" segir Siguróli M. Sigurðsson íþróttastjóri KA.

Samstarfið felur í sér að SBA - Norðurleið aðstoðar yngri flokka KA með fjárframlögum sem nýtist yngstu iðkendunum, þ.e. þeim er nýta sér Frístundaakstur á æfingar. Samstarfið endurspeglar gildi beggja aðila um öryggi og samfélagslega ábyrgð.

Nýjast