Samþykktu uppfærða mannréttinda stefnu
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl síðast liðinn endurskoðaða mannréttindastefnu bæjarins. Stefnan sem tók fyrst gildi árið 2020 er fyrsta heilstæða stefnan sem sveitarfélagið setur fram á þessu sviði og nær fjölmargra mannréttinda en ekki einungis jafnréttis kynjanna og launajafnréttis eins og jafnréttisstefnur gerðu áður.
Fjölbreytni, jöfn meðferð og vernd gegn mismunun í víðum skilningi er yfirskrift stefnunnar og meðal þess sem henni er ætlað að ná fram er að:
• Íbúar á Akureyri njóta mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúar, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.
• Mannréttindi og fjölbreytni eru leiðarstef í allri stefnumótun og ákvarðanatöku hjá Akureyrarbæ.
• Starfsfólk og stjórnendur Akureyrarbæjar hafa skýra mannréttindasýn.
• Stjórnendur hjá Akureyrarbæ skapa rými fyrir aðlögun og fjölbreytileika.
• Mannréttinda – og jafnréttisfræðsla er fléttuð inn í allt skólastarf og skilningur og þekking fest í sessi hjá kennurum.
Stefnuna sjálfa og aðgerðaráætlun hennar má finna hér