20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Saknar fólksins mest að norðan
Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan. Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan. „Það er allt gott að frétta, þakka þér fyrir að spyrja. Ég starfa í dag sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðbæjar og það er nóg að gera. Ekki síst vegna Covid og þeirra áhrifa sem veiran hefur á allt samfélagið og þar á meðal rekstur, skóla, íþrótta- og menningarmál sveitarfélaga. Þetta er svipað starfinu mínu fyrir norðan nema nú er fókusinn þrengri og ég að vinna í verkefnum sem ég menntaði mig til,“ segir Eiríkur.