Rusty Anderson & Friends til Akureyrar
Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Paul McCartney undanfarin ellefu ár, verður með tónleika á Græna Hattinum á Akureyri laugardaginn 20 oktober. Rusty kemur hingað frá Los Angeles ásamt Todd O´Keefe bassaleikara og hitta þeir hér fyrir gamlan félaga, Karl Pétur Smith trommuleikara, en þeir hafa spilað saman um árabil.Einnig kemur fram úrvalslið íslenskra tónlistarmanna.