Hljómsveit Akureyrar styrkir Grófina
Michael Jón Clarke frá Hljómsveit Akureyrar afhendir Pálínu Halldórsdóttur framkvæmdastýru Grófarinnar styrkinn. Mynd Facebooksíða Grófarinnar
Hljómsveit Akureyrar hélt tónleika á dögunum í Glerárkirkju þar sem gestum bauðst að leggja frjáls framlög til Grófarinnar.
Á viðburðinum söfnuðust rúmlega 500.000 krónur sem koma sér einstaklega vel í nýju húsnæði sem Grófin hefur flutt í sem og til að endurnýja hluti sem varð að henda sökum myglu í gamla húsnæðinu.
„Við erum mjög þakklát og meir yfir stuðningum sem við njótum í samfélaginu og þökkum kærlega fyrir þetta framtak. Þessi viðburður sannaði svo sannarlega að margt smátt gerir eitt stórt!,“ segir á facebook síðu Grófarinnar.