Dagskráin 18.desember - 8.janúar 2025
Reynir á þolrif hjá skíðafólki
Á heimasíðu Akureryar segir frá stöðu mála í Hlíðarfjalli en hætt er við að ansi margt skíðafólk iði í skinninu eftir þvi að komast nú á skíði og bruna niður fannhvitar brekkurnar.
,,Miklar umhleypingar hafa verið í veðrinu síðustu dægrin og enn vantar talsvert af snjó til að hægt verði að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.
Um miðja vikuna snjóaði dálítið en síðan kom suðvestan rok og feykti mestu af snjónum í burtu. Unnið er að því að ýta til framleidda snjónum og koma honum í brekkurnar á neðra svæðinu eins og hægt er. Snjóframleiðslu verður komið á fullt skrið aftur eins fljótt og auðið er.
Sem sjá má á meðfylgjandi mynd þá vantar ennþá talsvert af snjó til að hægt verði að opna svæðið og verður að teljast ólíklegt að það náist úr þessu fyrir áramót.
Vonandi komast bæjarbúar og gestir bæjarins í Fjallið sem allra fyrst."
Svo mörg voru þau orð og þvi ekkert annað að gera en að bíða, við vitum að það snjóar að lokum.