Rarik gefur VMA úttektarmæla að gjöf

Þórir Ólafur Halldórsson RARIK á Akureyri, Björn Hreinsson kennari í rafiðndeild (heldur á Eiríki Or…
Þórir Ólafur Halldórsson RARIK á Akureyri, Björn Hreinsson kennari í rafiðndeild (heldur á Eiríki Orra Þórissyni), Sigmundur Sigurðsson skrifstofustjóri RARIK á Akureyri, Óskar Ingi Sigurðsson kennari í rafiðndeild, Guðmundur Geirsson kennari í rafiðndeild, Haukur Eiríksson brautarstjóri og kennari í rafiðndeild, Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari og Gunnar Möller brautarstjóri vélstjórnargreina.

„Það er ekkert launungarmál að við hjá RARIK stöndum í mikilli þakkarskuld við Verkmenntaskólann. Á síðustu árum hefur bróðurpartur þeirra sem við höfum ráðið til okkar og starfa í útivinnu hjá fyrirtækinu á Norðurlandi eystra verið annað hvort brautskráðir vélstjórar eða rafvirkjar frá VMA,“ segir Sigmundur Sigurðsson, skrifstofustjóri RARIK á Akureyri, sem kom færandi hendi í VMA nýverið ásamt Þóri Ólafi Halldórssyni, sem hefur umsjón með viðhaldsmálum hjá fyrirtækinu.

„ Góð menntun er forsenda framfara og við njótum góðs af því að hafa í okkar röðum starfsmenn sem hafa fengið góða menntun í VMA. Fyrir það viljum við þakka, auk þess sem skólinn stendur á tímamótum, er 40 ára á þessu ári. Með þessum stuðningi viljum við þakka fyrir okkur og gefa skólanum afmælisgjöf,“ Sigmundur og Þórir færðu skólanum að gjöf, fyrir hönd RARIK, úttektarmæla sem koma að góðum notum í kennslunni í rafdeild og raunar nýtast þeir einnig nemendum í vélstjórn því þeir taka einnig rafáfanga og mörg dæmi eru um að vélstjórnarnemar útskrifist jafnframt sem rafvirkjar.

Þessir úttektarmælar eru samskonar og rafvirkjar nota dags daglega í störfum sínum við mælingar á viðnámi og almennri úttekt á rafmagni í húsum. Það skiptir miklu máli að nemendur læri á sömu tæki og tól í námi sínu í VMA og þeir nota síðan að námi loknu segir á vefsíðu VMA.


Athugasemdir

Nýjast