Rannsóknadeild SAk hlaut hvatningarverðlaunin

Hluti af starfsfólki Rannsóknadeildar Sjúkrahússins á Akureyri 2022. Efsta röð f.v.: Jóna Dögg, Katj…
Hluti af starfsfólki Rannsóknadeildar Sjúkrahússins á Akureyri 2022. Efsta röð f.v.: Jóna Dögg, Katja, Steina Jóna og Hjördís. Þriðja röð f.v.: Agnes, Unnur, Guðrún og Bjarney. Önnur röð f.v.: Björg, Heiðdís, Ólavía og Eygló. Fremsta röð f.v.: Snezena, Anna María, Inga Stella og Guðný. Á myndina vantar 11 starfsmenn, þær Önnu Sigríði, Heiðu, Ingibjörgu, Jóhönnu, Ólöfu, Sigríði, Sigurlaugu, Snæfríði, Sóldísi, Unu og Völu. Myndir: Bragi V. Bergmann

Hvatningarverðlaun Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) eru veitt árlega þeirri starfseiningu eða hópi starfsmanna sem hafa á einhvern hátt haft þau áhrif á starfsemi sjúkrahússins að það gefi tilefni til jákvæðrar endurgjafar og eftirbreytni. Í þetta sinn hlutu allir starfsmenn sem starfa á rannsóknadeild sjúkrahússins hvatningarverðlaunin.

 Fjölþætt starfsemi

Rannsóknadeild SAk er ein af stoðþjónustudeildum sjúkrahússins. Þar starfar samheldinn hópur starfsmanna sem sinnir afar fjölbreyttum verkefnum af miklum krafti og metnaði.  Deildin þjónustar Sjúkrahúsið á Akureyri ásamt nærliggjandi svæði.

Á deildinni er klínísk lífefnafræðideild, sýkladeild og blóðmeinafræðideild og Blóðbankinn er líka með starfsstöð á deildinni. Nýjasta viðbótin er veirudeild sem sannaði notagildi sitt í fyrra en þar lögðust starfsmenn á eitt við að innleiða ný tæki og verklag til þess að hægt væri að framkvæma PCR-greiningar í leit að kórónuveirunni alræmdu.

Vel að verðlaununum komnir

„Starfsmenn rannsóknardeildar eru vel að þessum verðlaunum komnir og eru okkur öllum hvatning til góðra verka,“ sagði Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs, þegar hún tilkynnti hverjir hlytu hvatningarverðlaunin fyrir árið 2021 en það gerði hún á ársfundi SAk þann 25. maí sl. Hún sagði við það tækifæri að framkvæmdastjórn SAk vildi með þessum verðlaunum hvetja starfsfólk deildarinnar til að halda ótrautt áfram á þeirri vegferð sem gefist hefði svo vel undanfarin misseri.

Hvatningarverðlaun

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra afhenti Hvatningarverðlaun SAk á ársfundi sjúkrahússins. Talið frá vinstri: Inga Stella Pétursdóttir, forstöðulífeindafræðingur, Steina Jóna Hermannsdóttir, aðstoðar forstöðulífeindafræðingur og Willum Þór.

Nýjast