Portretttónleikar Hymnodiu - Þorvaldur Örn Davíðsson

Þorvaldur Örn Davíðsson
Þorvaldur Örn Davíðsson

Hymnodia flytur úrval verka eftir tónskáldið, organistann og kórstjórann, Þorvald Örn Davíðsson á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju, laugardaginn 8. febrúar kl. 12

Á efnisskrá tónleikanna eru fjölbreytt kórverk og eitt orgelverk sem Þorvaldur samdi fyrir Eyþór Inga, en það hefur ekki verið flutt hér á landi.

Einsöngvarar í kórverkum eru þær Jóna Valdís Ólafsdóttir og Margrét Árnadóttir.

Eyþór Ingi Jónsson og tónskáldið sjálft, Þorvaldur Örn Davíðsson stjórna.

Afar syngjandi laglínur, spennandi hljómsetningar, frumleiki en á sama tíma virðing fyrir eldri tónskáldum einkenna tónsmíðar Þorvaldar Arnar. Verkin eru allt frá því að vera stuttar og lágstemmdar perlur í að vera margradda, kraftmikil kórverk með orgelundirspili og einsöngsköflum.

Miðaverð 3500 kr

 

 

Nýjast