Leik- og grunnskólar opnir á Akureyri í dag

Brekkuskóli er eins og aðrir skólar bæjarins opnir í dag
Brekkuskóli er eins og aðrir skólar bæjarins opnir í dag

Leik- og grunnskólar á Akureyri verða opnir í dag en kennsla fellur niður í Hlíðarskóla norðan bæjarins.

Foreldrar meta sjálfir hvort þeir sendi börn sín í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann ef ástæða þykir til. Sé barn heima vegna veðurs er nauðsynlegt að tilkynna það til skólans.

Fylgst verður með stöðunni fram eftir morgni og látið vita ef gera þarf ráðstafanir síðdegis.

Vindaspá á vef Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir ögn skárra veðri á Akureyri en víða annars staðar í landshlutanum, til að mynda á Tröllaskaga út með firði. Sjá hér.

Vísað er til fréttar sem birt var á heimasíðu sveitarfélagsins síðdegis í gær: https://www.akureyri.is/is/frettir/gert-rad-fyrir-ad-leik-og-grunnskolar-verdi-opnir-a-morgun

Þetta segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ rétt í þessu

 

 

Nýjast