Dagskráin 5. febrúar - 12. febrúar Tbl 5
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst 6. febrúar
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri er haldin í febrúar ár hvert með bíósýningum á nokkrum vel völdum stöðum.
Opnunarmynd hátíðarinnar er franska gamanmyndin Un p'tit truc en plus frá árinu 2024, leikstýrð af Artus, sem einnig fer með aðalhlutverkið. Þessi hlýja og skemmtilega kvikmynd segir frá óvæntum tengslum sem myndast á ólíklegustu stöðum. Með léttum húmor og hjartnæmum boðskap er kvikmyndin falleg áminning um að stundum eru það litlu hlutirnir sem skipta mestu máli. Myndin er sýnd fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17 í Sambíóunum á Akureyri.
Franska kvikmyndahátíðin fer einnig fram í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, Amtsbókasafninu á Akureyri og í Listasafninu á Akureyri. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.
Enginn aðgangseyrir er á sýningar hátíðarinnar en á sýningar í Sambíóunum þarf að skrá sig þar sem fjöldi sæta er takmarkaður. Á aðrar sýningar er nóg að mæta á staðinn. Frekari upplýsingar er að finna á upplýsingasíðu hátíðarinnar hér.
Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís, Myndform og Sambíóin. Skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Français og Akureyrarbæ.