Nú er lag að giftast (sé fólk ekki búið að slíku)

,,Þetta þarf ekki að vera flókið, og nú er þetta bara eins einfalt og mögulegt verður. 14. febrúar æ…
,,Þetta þarf ekki að vera flókið, og nú er þetta bara eins einfalt og mögulegt verður. 14. febrúar ætlum við prestarnir á Akureyri svoleiðis að raðgifta.  Fallegar og einfaldar athafnir, myndabás, kaka sem þið takið með heim og barasta allt ókeypis."

,,Þekkið þið ekki parið sem er búið að vera saman lengi lengi og ætlar alltaf að gifta sig en svo bara er aldrei rétti tíminn? Eða er það kannski bara staðan hjá þér?"

Það er Sindri Geir Óskarsson, prestur við Glerárkirkju sem spyr svo á Facebook í dag, og hann heldur áfram. ,,Þetta þarf ekki að vera flókið, og nú er þetta bara eins einfalt og mögulegt verður. 14. febrúar ætlum við prestarnir á Akureyri svoleiðis að raðgifta.  Fallegar og einfaldar athafnir, myndabás, kaka sem þið takið með heim og barasta allt ókeypis. 

Við Hildur Björk, Hildur Eir, Aðalsteinn og Jóhanna skiptum deginum á milli okkar og gerum þetta vel!

Nú er bara að láta hendur standa fram úr ermum, skella sér á skeljarnar og eiga eftirminnilegan Valentínusardag!" skrifar séra Sindri Geir að endingu.
 
Nú er bara að sjá hverju framvindur, og það verður gaman að vita hvort fólk  grípi ekki þetta tækifæri og gifti sig nú.

 

 

Nýjast