20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Ofnbakaður fiskur með bönunum og beikoni
„Kannski eru flest okkar hrædd við að prófa eitthvað nýtt með þetta þjóðarhráefni okkar,“ segir Þorgils Gíslason sem sér um matarkrók vikunnar. „Sjálfur er ég alinn upp við að stappa fisk með kartöflum, lauk og tómatsósu. Ég fann því uppskrift á dögunum sem ég ætla að deila með lesendum en þessi uppskrift finnst mér vera hrein snilld.“
Ofnbakaður fiskur
600 g fiskur (ég nota ýsu)
hveiti
salt
pipar
olía til steikingar
2 bananar
Veltið fiskinum upp úr hveiti sem kryddað hefur verið með salti og pipar (líka gott að nota sítrónupipar) og
steikið upp úr olíu. Takið fiskinn síðan af pönnunni og leggið í eldfast mót. Skerið banana í sneiðar og steikið í smá stund á pönnunni og raðið síðan ofan á fiskinn.
Sósa:
6 beikonsneiðar (jafnvel meira)
1 laukur
250 g sveppir
1-2 tsk. karrí
2 dl rjómi (eða meira ef þið viljið meiri
sósu)
salt
pipar
Skerið beikonið og sveppina í bita og saxið laukinn smátt og steikið á pönnunni. Þegar þetta er orðið vel steikt er karríi stráð yfir og rjómanum hellt út á og látið malla í smá stund. Kryddið síðan með salti og pipar eftir smekk og bætið jafnvel smá karríi út í ef bragðið er ekki nógu mikið. Hellið síðan sósunni yfir fiskinn.
Stráið síðan rifnum osti yfir réttinn og setjið inn í ofn (180-200°C) í svona 10 mín. eða þar til osturinn er fallega bráðinn. Þetta er alveg „uuubergott“ með fersku salati og kartöflubátum.
Verði ykkur að góðu.