Nytjamarkaður Norðurhjálpar er eins árs

Hinar fjórar fræknu. Stefanía Fjóla Elísdóttir, Guðbjörg Thorsen, Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir og Ann…
Hinar fjórar fræknu. Stefanía Fjóla Elísdóttir, Guðbjörg Thorsen, Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir og Anna Jóna Vigfúsdóttir

„Þetta var dásamlegur dagur og við erum þakklátar öllu því góða fólki sem styður við bakið á okkur, við erum eiginlega alveg vissar um að við er með langbesta fólki í kringum okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra fjögurra kvenna sem reka nytjamarkaðinn Norðurhjálp.

Haldið var upp á eins árs afmæli Norðurhjálpar um liðna helgi í húsakynnum markaðarins við Dalsbraut. „Það má orða það svo að allt gangi vonum framar,“ segir Sæunn, en fjöldinn allur af fólki hefur gefið varning á markaðinn, annað eins kemur inn af fólki að versla og eins koma margir til að þiggja kaffi og spjall. Það er alltaf líflegt á Norðurtorgi segir hún. Sjálfboðaliðar sem standa vaktina með þeim fjóru fræknu eiga líka hrós skilið bætir hún við.

Það hefur enginn fengið nei

Öll innkoma ef frá er talin greiðsla fyrir leigu á húsnæði rennur óskipt til þeirra sem minna mega sín og ná ekki endum saman. „Vegna þess hve vel hefur gengið að raka markaðinn höfum við getað hjálpað öllum þeim sem til okkar leita – það hefur enginn fengið nei,“ segir Sæunn. „Staðan er því miður ekki góð úti í samfélaginu, við höfum tekið eftir vaxandi ásókn eftir aðstoð og greinilega er að þyngjast fyrir fæti hjá mörgum. Í síðasta mánuði veittum við um tveimur milljónum króna til fólks sem leitað eftir aðstoð og mér sýnst allt stefna í að þessi mánuður verði stærri. Þá eru tveir stórir mánuðir fram undan.“

Nýjast