Nýr samstarfssamningur Landsbankans og Völsungs
Völsungur og Landsbankinn á Húsavík hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára um stuðning bankans við allar deildir félagsins næstu árin.
Það voru Guðmundur Friðbjarnarson framkvæmdastjóri Völsungs og Bergþór Bjarnason útibússtjóri á Húsavík sem undirrituðu samninginn í dag.
Samkvæmt samningum fá deildir félagsins árlega greiðslu eins og í fyrri samningi. Landsbankinn og Völsungur munu vinna saman að vímuvarnarstefnu Völsungs og skal hluta af styrk bankans varið í námskeiðahald í vímuvörnum fyrir þjálfara og félagsmenn Völsungs.
„Samningurinn við Völsung er mjög þýðingarmikill fyrir okkur og er stærsti einstaki styrktarsamningur útibúsins. Félagið er burðarás í æskulýðs- og íþróttastarfi bæjarins og því er mjög mikilvægt að leggja lóð á vogarskálarnir,“ segir Bergþór Bjarnason, útibússtjóri Landsbankans á Húsavík.