Nýr frisbígolfvöllur á Raufarhöfn

Kjartan Páll, Birna, Nanna Steina og Olga. Myndin er fengin af vef Norðurþings
Kjartan Páll, Birna, Nanna Steina og Olga. Myndin er fengin af vef Norðurþings

Ungmennafélagið Austri setti á nýliðnu ári upp níu holu frisbígolfvöll á Raufarhöfn. Völlurinn var fjármagnaður af Austra, með styrk frá Norðurþingi, mennta og menningarmála ráðuneyti og Pokasjóði. Völlurinn er að hluta til í brekkunni bakvið félagheimilið Hnitbjörg og svo að stærstum hluta á jafnsléttu í svokallaðri Ásgötumýri.
Völlurinn er hannaður með það að leiðarljósi að hann henti sem flestum bæði nýgræðingum sem og þeim sem lengra eru komnir. Greint er frá þessu á vef Norðurþings.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings kíkti í heimsókn á dögunum og fékk að gjöf frisbídisk merktan Ungmennafélaginu Austra, en þess má geta að diskarnir eru til sölu í Ráðhúsinu á Raufarhöfn.

„Völlurinn fellur vel inní umhverfið á Raufarhöfn og er spilun á vellinum góður göngutúr um bæinn. Fullt tilefni til að hrósa forsvarsmönnum Austra fyrir framtakið við sem eru óþrjótandi við að byggja upp fjölbreytta aðstöðu afþreyingu í bænum fyrir unga sem aldna,“ segir í fréttinni.

 

Nýjast