Nýr forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra og Austurlandi
Ellen Jónína Sæmundsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra og Austurlandi.
Ellen er með B.A. gráðu í Samfélags- og hagþróunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og M.A. í Alþjóðasamskiptum frá háskólanum í Álaborg. Frá árinu 2017 hefur Ellen gengt starfi ráðgjafa hjá Vinnumálastofnun ásamt því að hafa verið staðgengill forstöðumanns frá árinu 2019. Ellen sat í Vinnumarkaðsráði Norðurlands eystra á árunum 2018-2019 og situr meðal annars í stjórn Fjölsmiðjunnar á Akureyri og Starfsendurhæfingar Norðurlands.
Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar á svæðinu eru á Egilsstöðum og á Akureyri. Á skrifstofunum eru samtals níu starfsmenn sem sinna meðal annars ráðgjöf og vinnumiðlun.
Ellen tekur við starfinu af Soffíu Gísladóttur sem gengt hefur starfi forstöðumanns frá árinu 2008. Fyrsti starfsdagur Ellenar sem forstöðumaður var 1. maí sl.