Ný körfuboltavöllur vekur lukku
Mikil spenna var í krökkunum á svæðinu sem mætt voru með boltana jafn óðum og nýjar körfur voru reistar. Mynd Eyjafjarðarsveit.
UMF Samherjar í Eyjafjarðarsveit hafa lokið við uppsetningu á körfum á splunkunýjum körfuboltavelli austan íþróttamiðstöðvar við Hrafnagilsskóla.
Mikil spenna var í krökkunum á svæðinu sem mætt voru með boltana jafn óðum og nýjar körfur voru reistar.
Á næstu dögum verður unnið að því að gangsetja snjóbræðslu fyrir völlinn svo að nýta megi hann vel allt árið um kring. Á komandi vori verður síðan farið í að setja yfirborðið á hann og verður þá þessi glæsilegi völlur að fullu tilbúinn. Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.