Norðlenskar konur flytja lög um landið, náttúruna og sveitarómantíkina

Frá vinstri: Lára Sóley Jóhannsdóttir, Helga Kvam, Kristjana Arngrímsdóttir, Ásdís Arnardóttir og Þó…
Frá vinstri: Lára Sóley Jóhannsdóttir, Helga Kvam, Kristjana Arngrímsdóttir, Ásdís Arnardóttir og Þórhildur Örvarsdóttir. Ljósmynd: Daníel Starrason

Norðlenskar konur í tónlist efna til tónleikaraðar nú á haustdögum þar sem viðfangsefnin eru sjór, loft og land. Fram koma Ásdís Arnardóttir, kontrabassi, Helga Kvam, píanó, Kristjana Arngrímsdóttir, söngur,Lára Sóley Jóhannsdóttir, söngur og fiðla og Þórhildur Örvarsdóttir, söngur.

Nú er komið að landinu og verða tvennir tónleikar tengdir því:

Í Hlöðunni í Litla Garði á Akureyri, fimmtudaginn 27. október kl 20 Miðasala er á tix.is og við innganginn.

Í Safnahúsinu á Húsavík, föstudaginn 28. október kl 20:30. Miðasala er við innganginn og opnar húsið kl 19:30

Sérstakir gestir á tónleikunum á Húsavík eru Kvennakór Húsavíkur ásamt stjórnandanum Hólmfríði Ben.

Tónleikaröðin er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Akureyrarstofu og Norðurorku.

Nýjast