20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Námskeið fyrir konur með ADHD í boði á landsbyggðinni
Mikill vitundavakning hefur átt sér stað undanfarið um ADHD og þau áhrif sem ógreint og ómeðhöndlað einkenni getur haft á sjálfsmynd fólks og líðan. Mikilvægi þess að fá greiningu hefur líka verið í umræðunni og mörg þúsund Íslendingar eru á biðlistum hjá ADHD teymi heilsugæslunnar.
Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir eru eru báðar sérhæfðir ADHD markþjálfar frá Bandaríkjunum og eiga það sameiginlegt að hafa verið komnar yfir fertugt þegar þær fengu sína greiningu. Námskeiðið þeirra ADHD á kvennamáli er fræðslan og stuðningurinn sem þær hefðu viljað að hefði verið í boði þegar þær fengum sína greiningu. „Það er ekki margt sem grípur þig eftir greiningu og þú stendur svolítið ein og hugsar hvað nú,“ segja þær, en í næstu viku hefst netnámskeið fyrir konur með eða grunar að þær séu með ADHD. Greining er ekki forsenda fyrir þátttöku á námskeiðinu
„Við byggjum þetta upp sem vegferð sem leiðir konur í átt að sáttinni. Sátt við það að vera með ADHD og að meðtaka hverjar við erum í raun og veru. Við erum ekki að hjálpa konum að losna við einkenni sín eða verða venjulegar. Hjá okkur lærir þú að við erum flottar, frábærar og jafnvel stór-kostlegar vegna þess að við erum með ADHD.“
Ræða áskoranir sem konur standa frammi fyrir
Námskeiðið samanstendur af lifandi fræðslu þar sem farið er yfir ýmsa þætti sem hafa áhrif á daglegt líf. „Við erum sem dæmi að ræða áskoranir eins og tímaskyn, einbeitningu, skynjun og að hafa stjórn á tilfinningum sínum og hegðun. Við ræðum hvernig við svo oft felum þessi einkenni fyrir umheiminum og hvernig það getur verið orkufrekt og lýjandi. Við vinnum líka verkefni og ræðum mikið saman. Hópurinn myndar stuðningshóp sem er dásamleg viðbót við námskeiðið. Það er mikil þörf fyrir svona vettvang þar sem konur getað komið saman og talað um hlutina umbúðarlaust í fordómalausu umhverfi. Mörg ADHD einkenni getað verið dásamleg en önnur geta líka leitt til vanlíðunnar og vanvirkni. Við þurfum að getað talað um þessa hluti og það er svo fylgir því mikill léttir að heyra að aðrar konur eru að ganga í gegnum það sama og þú,“ segja þær.
Skömm við að standa ekki undir væntingum
Skömmin við að standa ekki undir eigin væntingum eru erfiðustu áskoranir sem konur með ADHD standa frammi fyrir sem og óttinn við höfnun.„Að ógleymdri allri utanaðkomandi pressu. Það er svo rosalega mikið álag á konum í dag og óþarfa mikil áhersla á það að vera með allt á hreinu í lífinu. Þessi óraunhæfa og sífellda pressa verður svo til þess að ADHD einkenni okkar margfaldast sem gerir allt daglegt líf mun þyngra í vöfum.“
Þær Kristbjörg og Sigrún segjast lengi hafa fundið fyrir eftirspurn eftir slíku námskeiði og fagna því að bjóða nú upp á það fyrir konur á landsbyggðinni til viðbótar við höfuðborgarsvæðið. Námskeiðið stendur yfir dagana 15. og 22. október næstkomandi frá kl. 18-19.30. Áhugasamar um námskeiðið geta fundið upplýsingar um það á adhdmarkthjalfun.is og miro.is