Mömmur og möffins aldrei gengið betur

Þær eru rómaðar bollakökurnar                Myndir  Hilmar Friðjónsson
Þær eru rómaðar bollakökurnar Myndir Hilmar Friðjónsson

Gríðarlega góð sala var  hjá snillingunum sem standa að átakinu Mömmur og möffins s.l laugardag.  Svo góð að sölumet var sett en eins og kunnugt er  rennur fjárhæðin sem inn kemur óskipt til Fæðingardeildar SAk. 

Allir sem að þessu framtaki standa gera það sem sjálfboðaliðar.

,,Við hjá mömmur og möffins höfum nú tekið saman það sem safnaðist síðast liðinn laugardag við sölu á bollakökum, söfum og kaffi.  Með ótrúlegu stolti og auðmýkt getum við gefið upp að fjárhæðin sem safnaðist er 1.569.861 kr. og hefði ekki verið mögulegt nema fyrir aðstoð svo margra fyrirtækja, sjálfboðaliða, auðvitað þeirra sem aðstoða við að vekja athygli á viðburðinum og móttökur bæjarbúa og annara sem komu og versluðu af okkur.

Það sem safnaðist núverandi verlunarmannahelgi er það mesta sem safnast hefur hjá Mömmur og möffins á einum degi og erum við virkilega stoltar.

Fimmtudaginn 8 ágúst kl16 munum við fara á fæðingardeildina ásamt vonandi fleiri sjálfboðaliðum, hitta á Indu og afhenda skjal með fjárhæðinni.”

Þetta segir í tilkynningu frá hópnum sem barst til fjölmiðla nú eftir hádegið.


Athugasemdir

Nýjast