„Mikilvæg tímamót í ferðaþjónustu á Norðurlandi“

Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli ásamt Elizu Reid, forsetafrú þegar teki…
Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli ásamt Elizu Reid, forsetafrú þegar tekið var á móti fyrstu flugvél Niceair á mánudag. Vélin fékk nafnið Súlur. Mynd/MÞÞ

mth@vikubladid.is

„Það er stórkostlegt hversu mörg flug verða í boði í hverri viku og að við séum komin með beina tengingu við svo stóra tengiflugvelli eins og Stansted og Kastrup eru,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, en áætlunarflug Niceair sem hefst í dag, er fyrsta millilandaáætlunarflugið á Akureyrarflugvelli sem er með fasta áætlun allt árið. Brottfarir verða 5 sinnum í viku og fleiri bætast við í haust.

Hjördís segir tímamótin mikilvæg fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, ferðamenn geti nú komið beint til Akureyrar mörgum sinnum í viku allt árið um kring. „Einnig mun áætlunarflug Niceair breyta mjög miklu fyrir okkur íbúana á Norðurlandi þar sem auðveldara verður fyrir okkur að komast beint út í heim og það eykur lífsgæði okkar,“ segir hún.„Núna eru stórir draumar að rætast og stærri en maður nokkru sinni þorði að vona.“

Mikil uppbygging framundan

Hjördís segir að mikil uppbygging verði næsta árið á Akureyrarflugvelli, nýtt flughlað verði tekið í gagnið ásamt því að flugstöðin verður stækkuð og endurnýjuð.

„Við munum bæta við bráðabirgðar byggingu eða gámum við suðurhluta flugstöðvarinnar til að gera aðstöðuna betri næsta árið þar sem farþegaaukningin er nú þegar orðin svo mikil. Sú aðstaða verður tilbúin í júní,“ segir Hjördís.

Nýjast