Mikill snjómokstur kallar á aukið fé

Hann er ekki gefins þessi snjór þegar hann fellur á allt og alla.
Hann er ekki gefins þessi snjór þegar hann fellur á allt og alla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 við liðinn snjómokstur og hálkuvarnir upp á 60 milljónir króna.

Gert var ráð fyrir rúmum 159 milljónum króna í þennan lið í fjárhagsáætlun en síðasta dag nóvember mánaðar var búið að verkja ríflega 187 milljónum króna í snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri. Og ekki er  búið að greiða reikninga fyrir vinnu í nóvember.  Eftir breytingu verður áætlun ársins 2024  rúmlega 219 milljónir króna.

Fjórar milljónir á dag

Kostnaður við snjómokstur á dag þegar um það bil 30 tæki eru að störfum er um 4 milljónir króna. Aukinn kostnaður varð um áramót 2019 til 2020 við moksturinn vegna skilavega Vegagerðarinnar, en í allt eru þær götur sem Vegagerð sá áður um en Akureyrarbæ nú tæplega 3 kílómetrar að lengd.

Hagahverfi kom inn í fulla snjómoksturþjónustu á liðnu ári og nú í ár hefur hluti af nýju Holtahvefi bæst við. Fleiri götur og nýir stígar verða til þess að kostnaður eykst mokstur og hálkuvarnir. Í Hagahverfi er öllum snjó blásið upp  á bíla og honum ekið í burt. Það tekur um þrjár klukkustundir að hreinsa allt hverfið og getur kostnaður numið um einni milljón króna hvert skipti.

Þá er í minnisblaðinu einnig tekið fram að allir taxtar hækkað um 6% á milli ára sem líka verður til þess að kostnaðurinn eykst.

Nýjast