„Menn geta hreinlega ekki beðið“

Hallgrímur Mar var á skotskónum með KA gegn FH í síðasta leik og skoraði fyrra mark liðsins í 2-2 ja…
Hallgrímur Mar var á skotskónum með KA gegn FH í síðasta leik og skoraði fyrra mark liðsins í 2-2 jafntefli áður en hann lagði upp fyrir Ásgeir Sigurgeirsson sem tryggði dramatískt jafntefli. Mynd/Sævar Geir.

Nýliðar KA hafa byrjað sumarið í Pepsí-deild karla í knattspyrnu með krafti.

KA sótti Íslandsmeistara FH heim í Kaplakrika á mánudaginn var þar sem lokatölur urðu 2-2. Það var Ásgeir Sigurgeirsson sem jafnaði fyrir KA á lokasekúndum leiksins. Fjögur stig í fyrstu tveimur leikjunum, á útivelli gegn sterkum andstæðingum, FH og Breiðabliki er frábær byrjun. Bærinn er nú að rifna úr spenningi fyrir fyrsta heimaleik KA í efstu deild í tæp 13 ár en KA tekur á móti Fjölni á Akureyrarvelli í dag klukkan 18.

„Þetta verður mjög gaman. Eftirvæntingin er mikil. Menn geta hreinlega ekki beðið og ég vona að sem flestir stuðningsmenn mæti á leikinn því það er búið að bíða eftir þessu í 13 ár,“ sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA í samtali við Vikudag. Hann á von á góðri stemningu á Akureyrarvelli á sunnudag. „Já ég trúi ekki öðru en að það verði frábær stemning. Schiötharar eru búnir að vera frábærir í fyrstu tveimur útileikjunum og ég hef ekki trú á að þeir séu að fara gefa neitt eftir.“

Viðtalið má nálgast í heild í prentútgáfu Vikudags.

- Vikudagur, 11. maí 2017

Nýjast