Ljósastyrktarganga upp að Fálkafelli í dag til styrktar Velferðarsjóðs Eyjafjarðar

Séð heim að Fálkafelli
Séð heim að Fálkafelli

Það kom upp hugmynd um að hafa styrktargöngu upp í Fálkafell fyrir jólin og var ákveðið að skella í eina slíka. Tilvalið að mæta með rauðar húfur eða jólahúfur.

Fimmtudaginn 19. desember  það er í dag klukkan 17.15, ætlum við að hittast á bílastæðinu við Fálkafell og ganga saman upp í Fálkafell. Um að gera að mæta með höfuðljós, lýsa upp myrkrið og láta gott af sér leiða.

Söfnumst saman í Fálkafelli, stöldrum þar við smá stund, slökkvum ljósin og sendum fallegar hugsanir til náungans. Að því loknum væri gaman að mynda ljóskeðju á leið niður.

Þetta er söfnunarganga og hvetjum við alla, hvort sem þið ætlið að ganga með eða ei, til að styrkja Velferðasjóð Eyjafjarðasvæðisins en hægt er að leggja beint inn á reikning sjóðsins.

Kt. 651121-0780
Rn. 0302-26-003533
Skýring: Fálki

Búnaður: Höfuðljós og broddar (ef það er hálka)

Þetta kemur fram í tilkynningu frá göngufólki

Nýjast