Dagskráin 18.desember - 8.janúar 2025
Litróf orgelsins nr 2: Aðventa og jól
Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju ætlar að halda aðra tónleika sína í litrófstónleikaröðinni á laugardag, 14. desember kl. 12.
Umfjöllun um efnisskrána hefst kl. 11.45
Í litrófsröðinni reynir Eyþór að sýna sem flestar ólíkar hliðar orgelsins, ólík hljóð, ólíka tónlist og ólíka nálgun við tónlistina.
Á aðventu- og jólatónleikunum spilar hann mörg stutt en fjölbreytt verk tengd hátíðunum. Verkin eru öll í eldri kantinum, samin frá ca 1460-1760.
Tónleikarnir taka u.þ.b 45 mínútur og eftir tónleika býður Eyþór tónleikagestum að skoða hljóðfærið.
Aðgangseyrir er 3000 kr.