Listasafnið á Akureyri: Opin gestavinnustofa – Sawako Minami
Japanska listakonan Sawako Minami hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri undanfarnar vikur og laugardaginn 22. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi.
Minami er margverðlaunaður ljósmyndari sem hefur síðan 2014 eingöngu tekið myndir sínar á filmu. Hún hefur sérstakan áhuga á Íslandi og íslenskri náttúru og gaf út bókina Photographer’s Guide to Iceland 2019. Minami hefur einnig haldið vinnustofur í tengslum við ljósmyndun á Íslandi og 2022 setti hún upp ljósmyndasýninguna And Iceland Again í Tókýó.
Þar að auki má sjá myndir eftir hana í sendiráði Íslands í Japan, sem eru þar til sýnis ótímabundið.