Kærleikur og kvíði

Út er komin platan Kærleikur & Kvíði eftir tónlistarmanninn Spacement
Út er komin platan Kærleikur & Kvíði eftir tónlistarmanninn Spacement

Platan Kærleikur & Kvíði eftir tónlistarmanninn Spacement kom út þann 28. febrúar. Platan inniheldur 10 lög og eru þau öll einstök á sinn hátt, frá rafmögnuðu rokki yfir í hip hop yfir í rólegan fuglasöng, 

Kærleikur & Kvíði er mikill tilfinninga rússíbani og kemur eins og ferskt andrúmsloft inn í tónlistarsenuna á Íslandi segir í tilkynningu.

Um tónlistarmanninn.

Agnar Forberg sem kemur fram undir nafninu Spacement er uppalinn á Akureyri og hefur verið að búa til tónlist síðan hann man eftir sér. Hann er með stóran bakgrunn í tónlist og eru báðir foreldrar hans tónlistarkennarar fyrir norðan. Spacement er þekktur fyrir það að vera mjög sjálfstæður og ástríðufullur tónlistarmaður, hann semur alla sína tónlist sjálfur, hljóðblandar og masterar, hannar umslagið og allt frá A-Ö sem kemur að verkinu.

 

Nýjast