Brynja leigufélag bætir við sig íbúðum
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt umsókn um stofnframlög vegna kaupa á íbúðum fyrir öryrkja á Akureyri. Gert er ráð fyrir 12% stofnframlagi Akureyrarbæjar vegna kaupa á fimm ibúðum á þessu ári.
Akureyrarbær og Brynja leigufélag undirrituð viljayfirlýsingu árið 2022 varðandi íbúðarkaup Brynju fyrir öryrkja á Akureyri og hefur gengið ágætlega að fjölga íbúðum fyrir þann hóp. Í lok ársins 2024 átti Brynja 59 íbúðir á Akureyri og hefur til umráða fimm ónotuð stofnframlög sem nægja fyrir íbúðarkaupum að fjárhæð tæplega 332 milljónir króna. Hlutur Akureyrarbæjar með 12% stofnframlagi verður tæplega 40 milljónir króa.
Brynja gerir ráð fyrir að ganga á næstu viku til samninga um kaup á fimm íbúðum við Dvergaholt 1. Þar liggur fyrir að vinna við lóð verður meiri en gert hafði verið ráð fyrir þannig að áætluð afhending íbúða í því húsi færist yfir til ársins 2026. „Til að vega á móti því myndum við vilja kaupa fleiri stakar íbúðir á þessu ári og teljum því skynsamlegt að sækja um fimm stofnframlög að þessu sinni,“ segir í bréfi frá Brynju leigufélagi til Akureyrarbæjar.