Leikfélag VMA - Bót og betrun fékk frábærar viðtökur!
Leikgleðin var sannarlega við völd á frumsýningu Leikfélags VMA á farsanum Bót og betrun í leikstjórn Sögu Geirdal Jónsdóttur sl. föstudagskvöld. Og áhorfendur voru ekki síður með á nótunum og skemmtu sér konunglega.
Það þarf ekki að hafa um það mörg orð að sýningin er frábærlega vel heppnuð og leikarar og allir sem standa að sýningunni geta heldur betur borið höfuðið hátt. Viðtökur áhorfenda á frumsýningunni undirstrikuðu að verkið hittir í mark. Það var hlegið, hlegið og hlegið! Þannig eiga góðir og vel unnir farsar að virka!
Það þarf ekki að orðlengja það að nú verða allir að drífa sig í leikhús. Um næstu helgi, á föstudags- og laugardagskvöld, verða tvær seinni sýningarnar á Bót og betrun í Gryfjunni í VMA. Sjá miðasölu Tix.is