20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Lax, kjúklingur og marens með sítrónurjóma
Tinna Jónsdóttir, ljósmóðir á Akureyri, sér um matarkrók vikunnar og kemur hér með nokkrar úrvalsuppskriftir.
Laxafrauð með gúrkusósu Þetta frauð kemur upphaflega frá ömmu minni heitinni Þóru Sigurðardóttur og er vinsæll hátíðarforréttur í minni fjölskyldu.
Laxafrauð: 150 g reyktur lax
200 g soðinn lax
125 g bráðið smjör
250 ml þeyttur rjómi
1 dós sýrður rjómi
2 bl. matarlím uppleyst í heitu vatni
1 dós rauður kavíar
Aðferð:
Soðni og reykti laxinn eru hakkaðir saman í matvinnsluvél. Bræddu smjöri bætt við og látið kólna aðeins. Matarlími hellt saman við og svo er þeyttum rjóma og sýrðum rjóma hrært varlega út í. Að lokum er kavíarnum bætt í og hrært varlega saman við. Sett í form og kælt í ísskáp þar til stífnar.
Gúrkusósa:
1 krukka agúrkusalat frá ORA
1 dós sýrður rjómi 1/2 lítil dós Gunnars-majónes
1/2 hvítur laukur
Aðferð:
Agúrkusalatið skorið smátt ásamt lauknum, hrært saman við majónesið og sýrða rjómann. Borið fram með ristuðu brauði.
Næsti réttur hefur svolitla sérstöðu þar sem hann er nánast alltaf eldaður þegar fjölskyldan heimsækir mitt fólk í borginni, um leið og pabbi og mamma vita að við erum á leiðinni þá er oftast skellt í einn svona rétt og kærkomið eftir langa bílferð að gæða sér á þessum dásamlega rétti.
Ponna Panang (réttur fyrir 4-6)
Hráefni:
3-4 kjúklingabringur
Red Curry Paste (rauð karríkvoða) lítil krukka. Tvær til að auka styrkinn ef vill.
2 dósir af góðri kókosmjólk
Grænmeti að eigin vali t.d.
½ kúrbítur
½ - 1 paprika rauð
½ - 1 paprika græn
½ dós bambusspjót
½ vorlaukur
2-3 gulrætur
¼ eggaldin
1-2 msk. Fiskiolía
Limelauf ½-1 msk.
Strásykur, sítrónugras eða 1 msk. sítrónugrasmauk
Örlítið af olívuolíu á WOK- pönunna í upphafi
Aðferð:
Brytjið kjúklinginn í munnbita (skolið hann fyrst og þerrið aðeins með þykkum eldhúspappír). Brytjið allt grænmetið í smáa bita (má fara í eina hrúgu) Byrjið á því að hita Wok-pönnuna og helið á hana dálitlu af olívuolíu. Tæmið úr Red Curry krukkunni á heita pönnuna og hitið í eina mínútu. Dreifið úr kvoðunni. Hellið þá strax úr annari kókosmjólkurdósinni og látið hitna í eina mínútu. Setjið kjúklingabitanna varlega á pönnuna og látið þá hvítna á alla vegu. Látið þá malla í ca. 5 mín- útur. Bætið við kókosmjólk úr hinni dósinni. Skellið nú grænmetinu saman við. Bætið fiskiolíunni út í og stráið sykrinum yfir. Lækkið hitann í 2 úr 3. Látið þetta svo krauma við þann hita í ca. 15 mínútur þannig að kjúklingurinn sé orðinn hvítur í gegn og grænmetið tilbúið. Berið fram í stórri skál með ausu að vopni. Djúpir matardiskar og skeiðar.
Að lokum gef ég uppskrift af eftirrétti sem er í sérlegu uppáhaldi hjá dóttur minni, henni Elísu.
Marenskökur með sítrónurjóma
3 eggjahvítur
1 tsk. Sítrónusafi
180 g sykur
Aðferð:
Hrært saman og bakaðar ca. átta lófastórar kökur við 130 gráður í ca 30 mínútur
Sítrónurjómi:
Þeyttur rjómi og saman við hann hrært saman safa úr hálfri sítrónu og fínrifinn börkur af 1 lítilli sítrónu. Rjóminn settur ofan á kökurnar og skreytt með ávöxtum að eigin vali t.d granatepli, kíwi eða mangó.
Ég ætla að skora á Dalrós Halldórsdóttur félagsráð- gjafa hjá Skóladeild en hún er sælkeraskvísa og með- limur í Gourmetklúbbi Norðurlands sem er dásamlegur félagsskapur mikilla matgæðinga.