27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Kynna skipulagsbreytingar vegna vindmylla í Grímsey
Nú eru í kynningu drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, segir á vef Akureyrarbæjar.
Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði I35 sem verður 1,0 ha að stærð. Samtímis er athafnasvæðið AT20 fellt út. Forsendur fyrir breytingunni eru áform um að reisa allt að sex 6 kW vindmyllur á svæðinu til rafmagnsframleiðslu og draga um leið úr notkun jarðefnaeldsneytis á eynni. Möstur á vindmyllum verða 9 m há, þvermál spaða 5,6 m og hámarkshæð frá jörðu tæpir 12 m. Fjarlægð milli mastra verður 30–50 m.
Skipulagstillöguna má nálgast hér.
Samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar eru kynnt drög að deiliskipulagstillögu ásamt greinargerð fyrir svæði fyrir vindmyllur og fjarskipti skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti innan svæðis I35, sjá uppdrátt hér og greinargerð hér.