Kristveig Atladóttir sjúkraþjálfari

Kristveig Atladóttir sjúkraþjálfari
Kristveig Atladóttir sjúkraþjálfari

 Fiskréttur með mexíkóosti :

500-600 g þorskur

salt og pipar

1 lítil rauð paprika

1 meðalstór laukur

brokkolí eftir smekk

2 meðalstórar gulrætur

olía

1 mexíkóostur

2,5 dl matreiðslurjómi

Aðferð:

Fiskur skorinn í bita og settur í eldfast mót og kryddaður með salti og pipar. Niðurskorið grænmeti svissað á pönnu í olíu.  Brytja mexíkóost og bæta á pönnuna ásamt matreiðslurjómanum.  Blöndunni svo hellt yfir fiskinn og stungið í 200°C heitan ofn í 20 mín.  Gott að hafa hrísgjón eða kartöflur og ferskt salat með.

Ljúffengar fjölskyldubollur

 Þessar bollur eru sívinsælar á heimilinu og gott að geyma í frysti og taka út rétt fyrir notkun, þá eru þær alltaf eins og nýjar.  Mamma gaf mér þessa uppskrift þegar ég var að byrja búa og hefur hún fylgt mér síðan.

9 dl hveiti

3 dl heilhveiti

1 tsk. Salt

1 bréf þurrger

2,5 dl heitt vatn

2 dl köld mjólk (eða 1 dl rjómi og 1 dl mjólk)

 4 msk. olía

2 egg

 Þurrefni sett í hrærivélarskál.  Píska saman vatni, mjólk, olíu og eggjum í annarri skál og síðan bætt út í þurrefnin og hnoðað rólega saman í vélinni.  Láta deigið hefast a.m.k. í eina klukkustund.  Móta fallegar bollur og pensla með eggi og mjólk (pískað saman) og strá að lokum sesamfræjum yfir.  Sett í ofn á blástur 200°C í 20-22 mín.

Heilsutúnfisksalat Steinþóru

Túnfisksalat er mjög vinsælt á heimilinu þ.e. þetta hefðbundna með majonesi og eggjum en um daginn var dóttir mín í heimsókn og kom þá með þessa sjóðheitu túnfiskuppskrift beint úr borginni. Ein dolla túnfiskur

rúmlega ½ dolla stór kotasæla

1 lítil rauð paprika

vorlaukur eftir smekk

1 meðalstórt avocado

2 harðsoðin egg

½ tsk karrý

Ég skora á vinkonu mína og skólasystur Steinunni A. Ólafsdóttur, sjúkraþjálfara að koma með uppskriftir í næsta Matarkrók.

Nýjast