20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Kjúklingur í kartöfluflögum
Árni Hermannsson sér um matarkrók vikunnar og kemur hér með dýrindis kjúklingauppskrift.
Kjúklingur í kartöfluflögum með sýrðum rjóma og lauk
Hráefni:
3-4 kjúklingabringur
1-2 egg hveiti
1 poki flögur
sýrður rjómi
laukur (300 gr) eða bara það sem hver vill,
salt og pipar
Einfaldur og góður réttur og er alltaf vinsæll í mínu heimili.
Aðferð:
Það er ágætt að skera bringurnar eftir endilöngu, allavega ef þær eru mjög stórar.
Krydda bringurnar með smá salti og pipar, velta þeim því næst upp úr hveiti, eggjunum og svo síðast upp úr flögunum.
Bringunum er síðan raðað í smurt eldfast mót þannig að þeim sé ekki þétt raðað.
Ofninn er svo stilltur á 170° og bringurnar látnar vera þar inni í 25-30 mín.
Sveppa og rjómaostasósa
Hráefni:
6 sveppir.
olía til steikingar.
½ piparostur
5 dl. matreiðslurjómi
1 tsk. season all (eða sambærilegt)
½ tsk sítrónupipar
1 ½ tsk. nautakraftur
1 – 2 tsk. rifsberjasulta.
Aðferð:
1. Skerið sveppina í sneiðar og brúnið á pönnu.
2. Skerið piparostinn í litla bita og látið í pott.
3. Hellið ögn af rjómanum saman við og leysið ostinn upp við frekar vægan hita (1 ½ )
4. Þegar osturinn er uppleystur látið þá sveppina og afganginn af rjómanum saman við, ásamt kryddi, krafti og sultu og látið malla í 3-4 mínútur við vægan hita. Gott að bera fram með sætum kart- öflum og fersku salati og eða nýbökuðu snittubrauði.
Verði ykkur að góðu