20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Kjósendur á landsbyggðinni – Lífsakkeri ykkar!
Að nýju leyfi ég mér að senda ykkur mál til umhugsunar fyrir komandi kosningar. Formaður flokks sem kennir sig við jöfnuð og öryggi siglir undir fölsku flaggi sem fyrr. „Kosningastefna flokksins grundvallast á hugmyndum jafnaðarmanna um hvernig líf almennings getur orðið öruggara og betra“.
Skoðum þetta betur, umræddur flokkur með formanninn í Norðausturkjördæmi vinnur leynt og ljóst í því að rýra ykkar öryggi með borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík með því að þrengja að Reykjavíkurflugvelli með öllum tiltækum ráðum. Með nýbyggingum við brautir sem geta skaðað öryggi vallarins og lokun hans.
Landsspítalinn í Reykjavík er þjóðarsjúkrahús okkar allra burt séð hvar við búum. Eins og vitað er, eru um 800-900 sjúkraflug árlega til Reykjavíkur með sjúklinga frá landsbyggðinni, þá eru þyrluflug þar fyrir utan.
Af hverju er til fólk til að mynda í stjórnmálum sem vill rýra lífsgæði ykkar sem fjarri búa og tefja för ykkar til þjóðarsjúkrahússins þegar lífið liggur við? Tala síðan í hinu orðinu um öryggi og betra líf, sem er í raun hræsni í þessu tilliti. Hugsa frekar um byggingaverktaka og peningaöflin, en virðast setja lífið út fyrir sviga.
Í mínum huga er enginn pólitík í þessu sem ég reifa hér, aðeins réttlæti og sanngirni til allra landsmanna, því við Íslendingar erum í raun og veru ein fjölskylda. Hef sjálfur þurft á sjúkrahúsinu að halda við alvarlegum veikindum, sem ég er þakklátur fyrir og allt fór vel.
Undirritaður er sonarsonur Snorra Sigfússonar skólastjóra og námsstjóra sem var mjög umhugað um nærumhverfi og líf fólksins.
Hugsum um velferð, sanngirni, réttlæti og öryggi til allar þegna landsins.
Látum lífið njóta vafans!
Góðar kveðjur
Snorri Snorrason