Dagskráin 18.desember - 8.janúar 2025
Kirkjutröppurnar á Akureyri opnaðar að nýju
Mikill mannfjöldi var saman kominn á Kaupvangstorgi á Akureyri í dag þegar kirkjutröppurnar 112 voru formlega opnaðar að nýju eftir að hafa verið endurbyggðar, lagðar granítflísum með hita í öllum þrepum og stigapöllum og með nýrri lýsingu í handriði og hliðarpóstum.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, ávarpaði fólkið og lýsti ánægju sinni með nýju tröppurnar, Barnakórar Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur söng tvö lög og síðan klippti Ásthildur á borða og mannfjöldinn fór í skrúðgöngu upp að Matthíasarkirkjunni með kyndil- og fánabera úr Skátafélaginu Klakki í fararbroddi á meðan organistinn Eyþór Ingi Jónsson lék á kirkjuorgelið af mikilli list.
Heimild www.akureyri.is