Karlalið Skautafélags Akureyrar Íslandsmeistarar

Íslandsmeistararnir í leikslok.  Myndir Þórir Tryggvason
Íslandsmeistararnir í leikslok. Myndir Þórir Tryggvason

Karlalið SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn i íshokky í kvöld þegar liðið gjörsigraði lið Skautafélags Reykjavikur 6-1 í þriðja leik í úrslitum Íslandsmótsins.

Lið SR hampaði titlinum s.l tvö ár en núna er hann kominn heim.

Mörk  SA í leiknum i kvöld skoruðu Unnar Rúnarsson 2, Uni Blöndal, Jóhann Leifsson, Ólafur Björgvinsson og Andri Már Mikaelsson allir með eitt mark.  Mark SR skoraði Lukas Dinga og var það jafnframt fyrta mark leiksins.

Vefurinn óskar SA innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Þórir Tryggvason ljósmyndari var á leiknum og hann tók myndirnar sem hér fylgja með.

Nýjast