Kærkomið nýtt hitatæki í hársnyrtiiðn VMA

Við afhendingu hitatækisins,  Geir Sigurðsson, Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari og kennararnir…
Við afhendingu hitatækisins, Geir Sigurðsson, Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari og kennararnir tveir í hársnyrtiiðn í VMA, Harpa Birgisdóttir og Hildur Salína Ævarsdóttir. Mynd VMA

Fyrirtækið Halldór Jónsson í Reykjavík færði námsbraut í hársnyrtiiðn Verkmenntaskólans á Akureyri veglega gjöf á dögunum,  Climazone hitatæki, sem nýtast mun vel í kennslunni. Gjöfin er gefin í  tilefni af 40 ára afmæli skólans.

Mikið er notað af allra handa tækjum við kennslu í hársnyrtiiðn. Það var kærkomið að fá hitatækið nú því löngu var komin tími á að endurnýja það að því er fram kemur á vef VMA.  Hitatækið er öflugt, en það er fyrst og fremst notað í hárlitun og permanent og býr yfir blæstri og þurrkun.

Það var Geir Sigurðsson sem afhenti gjöfina en hann er starfar hjá Halldóri Jónssyni.  Sjálfur lærði hann hársnyrtiiðn og starfaði um tíma í faginu hjá Rakarastofu Akureyrar.


Athugasemdir

Nýjast