Jólatrésskemmtun Skógræktarfélagsins er á morgun sunnudag

Þessi jólasveinn sem er reyndar einstaklega góður dansari þegar kemur að því að dansa i kringum jóla…
Þessi jólasveinn sem er reyndar einstaklega góður dansari þegar kemur að því að dansa i kringum jólatréð bíður upp í dans á morgun sunnudag i Kjarnaskógi

Á morgun sunnudag kl ca 16 dönsum við í kring um jólatréð á Birkivelli í Kjarnaskógi. Súlusveinarnir Kjötkrókur og Hurðaskellir báðu sérstaklega um að fá að vera með eins og undanfarin ár, þeir hitta víst hvergi betri börn eða foreldra!

Birkibandið leiðir sönginn, Beggakakóið og ketilkaffið verður svo auðvitað á sínum stað. Kjarnasamfélagið allt, ungir og aldnir, sveinkar og sveinur, ykkur er öllum boðið. 
 
Vinsældir þessa dansleiks fara vaxandi ár frá<ári og má segja að þarna sé i boði einn besti dansleikur  ársins hér i bæ. Stemmingin er einstök, notaleg og spenningurinn sem myndast þegar jólasveinarnir sjást gerir  alla aðeins kátari.
 
Eigum saman yndisstund í skóginum fagra fyrir jólin, vefur Vikublaðsins mælir amk. hiklaust með ferð í Kjarnaskóg á morgun!
 
Jólin, koma, jólin koma!

Nýjast