Iðunn Mathöll var opnuð á Glerártorgi í dag

Iðunn Mathöll tók til starfa á Glerártorgi í dag
Iðunn Mathöll tók til starfa á Glerártorgi í dag

Sex veitingastaðir eru í mathöllinni sem opin verður frá  kl  11:30 og  er gengið út frá því að opið verði til klukkan 21 eða jafnvel til kl 22:00 eftir atvikum.

Veitingastaðirnir sex eru eftirfarandi:

Lacuisine - franskt bistro
Oshi - sushi
Retro chicken, þar sem djúpsteiktur kjúklingur er á boðstólum
Fuego taqueria - mexíkanskur veitingastaður
Strýtan - kaffihús og kokteilabar með skandinavísku ívafi
Pizza Popolare - sem líkt og nafnið gefur til kynna er pizzastaður

Nýjast