Hvað höfum við gert?

Kristinn Jóhann Lund  og Kristján Friðrik Sigurðsson
Kristinn Jóhann Lund og Kristján Friðrik Sigurðsson

Kristinn Jóhann Lund  og Kristján Friðrik Sigurðsson skrifa

Í aðdraganda kosninga 2018 setti Sjálfstæðisflokkurinn fram afar metnaðarfulla og raunsæja stefnuskrá. Margt af því sem þar var sett fram rataði í málefnasamning meirihluta sveitarstjórnar.

Hér er brot af því sem var í stefnuskrá okkar og hefur komið til framkvæmda á kjörtímabilinu.

  • Við höfum unnið að uppbyggingu atvinnustarfsemi á Bakka í samstarfi við Landsvirkjun og Íslandsstofu.
  • Við höfum stutt við ferðaþjónustu með framlögum til Norðurhjara, Húsavíkurstofu og Markaðsstofu Norðurlands.
  • Við fylgdum eftir árangri verkefnanna Raufarhöfn og framtíðin og Öxarfjörður í sókn með ráðningum starfsmanna að loknum verkefnunum.
  • Við höfum staðið vörð um félagsþjónustu sveitarfélagsins.
  • Við komum Keldunni á, fagteymi sem hefur það hlutverk að fjölga leiðum til aukinnar velferðar og betri líðan barna í okkar samfélagi.
  • Við byggðum og tókum í notkun íbúðakjarna með sértækri þjónustu fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
  • Við komum af stað uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma í samstarfi við ríkisvaldið.
  • Við komum á hádegismat fyrir eldri borgara.
  • Við höfum stutt við félagsstarf fyrir aldraða í sveitarfélaginu.
  • Við höfum bætt aðgengismál fólks með fötlun.
  • Við höfum sýnt ábyrgð í rekstri sveitarfélagins og vandað til verka við gerð áætlana varðandi fjármál og framkvæmdir, m.a. með því að fylgja eftir góðum fordæmum og tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga í þeim efnum.
  • Við höfum lækkað álögur á íbúa og fyrirtæki.
  • Við höfum opnað bókhald sveitarfélagsins fyrir íbúa.
  • Við höfum eflt þjónustu og móttöku við fólk sem flytur í sveitarfélagið með auknu starfshlutfalli fjölmenningarfulltrúa.
  • Við höfum stutt við safnastarfsemi og sýningar eins og Eurovision sýninguna.
  • Við höfum hækkað frístundastyrki vegna íþrótta og tónlistariðkunar barna og unglinga.
  • Við höfum aukið stuðning við íþróttafélög í sveitarfélaginu.
  • Við höfum haldið áfram á þeirri vegferð að byggja Reyðarárhnjúk upp sem framtíðar útivistarfsvæði.
  • Við höfum stutt við uppbyggingu nýrrar aðstöðu við Katlavöll
  • Við hófum þarfagreininingu um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja.
  • Við höfum haldið áfram að þróa starfsemi frístundaheimilisins með enn meiri tengingu við íþrótta- og tómstundastarf.
  • Við höfum hafið endurbætur á leikvöllum í sveitarfélaginu.
  • Við höfum boðið tilteknar íbúðalóðir við uppbyggðar götur á afsláttarkjörum, gegn skilyrtum byggingartíma.
  • Við höfum komið á leik- og þjálfunarsvæði fyrir hunda á Húsavík þar sem má sleppa þeim lausum undir eftirliti.
  • Við unnum að endurbótum á stígum og lögðum nýjan Stangarbakkastíg.
  • Við höfum unnið að viðhaldi bygginga sveitarfélagsins.
  • Við komum á hafragraut og ávaxtastund að morgni í grunnskólum sveitarfélagsins.
  • Við unnum heildstæða skólastefnu fyrir öll skólastig.
  • Við tryggðum þjónustu dráttarbáts á Húsavík.

Af þessu má sjá að við höfum burði til að gera það sem við segjumst ætla að gera.

 Kristinn Jóhann Lund skipar 3. sæti á D-lista í Norðurþingi.

Kristján Friðrik Sigurðsson skipar 4. sæti á D-lista í Norðurþingi

Settu X við D ef þú vilt það besta fyrir Norðurþing!

Nýjast