Hermann Jón kveður

Hermann Jón fyrir framan Verkmenntaskólann. Mynd: Margrét Þóra.
Hermann Jón fyrir framan Verkmenntaskólann. Mynd: Margrét Þóra.

Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin áratug, sat sinn síðasta bæjarráðsfund í morgun. Hann er hættur afskiptum af stjórnmálum og er á leið til Florída í næstu viku. Hann er í námsleyfi frá störfum sínum við Verkmenntaskólann á Akureyri í eitt ár og hyggst nýta tímann vestra til að afla sér aukinnar þekkingar á fjarnámi auk þess að ljúka M.ed. ritgerð við Háskólann á Akureyri.

Í ítarlegu viðtali í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag rifjar Hermann Jón upp sókn og sigra, áföll og vonbrigði á vettvangi bæjarstjórnar liðin áratug.

Nýjast