6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Heimferð er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl
mth@vikubladid.is
Heimferð er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, aðeins 8 áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Sýningin verður á Akureyri dagana 4. Og 5. Júní næstkomandi. Það er Handbendi brúðuleikhús sem stendur fyrir sýningunni í samstarfi viðProFit Arts í Tékklandi og Arctic Culture Lab í Grænlandi/Noregi.
Sýningin er fyrir alla aldurshópa, notast er við við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að segja sögur af ferðalögum og heimkynnum. Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna mörgþúsund örstutt augnablik sem flytja okkur aftur heim.
Samstarfsaðilarnir þrír hafa allir búið til sitt eigið leikhús í farartæki eftir samstarf sem hefur staðið í ár og hver samstarfsaðili fer leikferð í sínu eigin landi í ár. Verkefnið er styrkt af EES-/Noregsstyrkjum, sviðslistasjóði og launasjóði listamanna. Leikstjóri er Greta Clough og flytjendur eru þau Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.
Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og handhafi Eyrarrósarinnar.