Heiðar lokaðar

Á Norðurlandi vestra er að mestu autt í Húnavatnssýslum en ófært á Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi, utan Hofsós og beðið með mokstur. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði en ófært á Öxnadalsheiði og beðið með mokstur.

Norðaustanlands er víða snjóþekja, snjókoma eða stórhríð. Víkurskarð er ófært og beðið með mokstur. Einnig er ófært um Dalsmynni en þæfingsfærð er í Ljósavatnsskarði og á Fljótsheiði. Ófært er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Hófaskarð og Sandvíkurheiði

Nýjast